19 Nóvember 2009 12:00
Undanfarna daga hafa þrír Suzuki jepplingar af eldri gerðinni verið gangsettir á miðborgarsvæðinu (Skúlagötu, Óðinsgötu og Njálsgötu) af óviðkomandi aðila eða aðilum og þeim ekið á brott. Tvær bifreiðanna hafa fundist en ein hefur enn ekki komið í leitirnar. Þar er um að ræða Suzuki Sidekick, hvít að lit, með skráningarnúmerið PL148. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar sú bifreið er niður komin eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfðuborgarsvæðinu í síma 444-1000.
Í öllum tilvikum höfðu bifreiðarnar verið gangsettar með lyklum. Vegna aldurs þeirra má ætla að kveikjulásar hafi verið slitnir og því hægt að nota samskonar lykil til verksins. Eigendur slíkra ökutækja eru nú beðnir um að leita sér leiðbeininga og gera viðeigandi ráðstafnir til að minnka líkur á að óviðkomandi geti fært þær úr stað.