8 Febrúar 2019 14:20

Lögreglu eru enn að berast ábendingar frá fólki sem hefur fengið símhringingar frá óprúttnum aðilum sem eru að bjóða fram aðstoð vegna vandamála sem eiga að hafa komið upp í tölvum og þeir hafa fengið tilkynningar um. Hinir sömu tala iðulega ensku og segjast starfa fyrir Microsoft Windows eða álíka aðila. Hér er um að ræða ýtna og tungulipra svikahrappa sem eru að reyna að komast yfir viðkvæmar upplýsingar í þeim tilgangi að hafa fé af fólki og því rétt að hafa það hugfast.