13 Október 2017 16:50
Nýverið hafa margar ábendingar borist til lögreglu þar sem verið er að reyna að narra fé útúr fyrirtækjum með því að fá starfsmenn til að millifæra peninga.
Svindlið kemur fram eins og stjórnandi í fyrirtækinu sé að óska eftir millifærslu strax á erlendan banka. Skilaboðin er á íslensku og eru þokkalega stafsett. Það er eins og viðkomandi sé að senda þau úr síma.
Mikilvægt er að fyrirtæki, og einstaklingar, komi sér upp einhverskonar reglum sem takmarki möguleika á að fjármunir séu millifærðir án þess að skýrt sé hver sé að óska eftir slíku. Mikilvægt er að þessi mál séu í föstum skorðum til að forðast megi tap af völdum svika sem þessarra.