24 Júní 2017 09:00

Svikatilraunir gegnum netmiðla eru velþekktar og lögreglan fær reglulega ábendingar um slíkt. Lögreglan fékk ábendingu um samskonar svikatilraun um daginn, en þá fékk borgarbúi einn bréf inn um lúguna sem innihélt gylliboð um týndan fjölskyldufjársjóð, sem væri þó innan seilingar í fjarlægu landi.
Skemmst er frá því að segja að þar var einnig um svikatilraun að ræða, þótt það kæmi á veraldlegum, gamaldags miðli – pappír í umslagi.