18 September 2014 12:00

„Eigi má stöðva ökutæki eða leggja því á þeim stað eða þannig að valdið geti hættu eða óþarfa óþægindum fyrir umferðina.” Svo segir m.a. í 27. gr umferðarlaga, en full ástæða er til að rifja þetta upp. Ekki síst í því samhengi að á morgnana er mörgum börnum og ungmennum ekið í skóla. Ökumenn stöðva þá oft á akbraut sem næst inngöngudyrum til að hleypa út farþegum, jafnvel þó hentugt útskot sé skammt frá. Þar sem mikil umferð er á skömmum tíma geta myndast langar raðir bíla með tilheyrandi töfum, t.d. á Listabraut framan við Verslunarskólann eins og lögreglan hefur fengið ábendingar um. Ökumenn eru beðnir um að hafa framangreint í huga.