Líftæknisvið tæknideildar rannsakar gögn sem mögulega innihalda lífsýni. Þar eru gerð for- og staðfestingarprófun fyrir blóði og sæði, smásjárskoðun á staðfestum sæðisblettum, hárum og þráðum. Deildin undibýr þá sýni fyrir DNA-rannsóknir og hefur samskipti við erlendar rannsóknarstofur vegna DNA rannsókna.
25 September 2015 11:18

Í vikunni voru 70 ár frá stofnun tæknideildar lögreglu og var þeim tímamótum fagnað í húsakynnum Tæknideildar að Vínlandsleið þar sem gestum var boðið að skoða aðstöðu deildarinnar og forvitnast um sögu hennar.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Theodór Kristjánsson aðstoðaryfirlögregluþjónn fjölluðu lítillega um sögu deildarinnar og áskoranir framundan.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Theodór Kristjánsson aðstoðaryfirlögregluþjónn fjölluðu lítillega um sögu deildarinnar og áskoranir framundan. Á myndinni má sjá Theódór Kristjánsson, aðst.yfirlögregluþjón, Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra, Björgvin Sigurðsson, sérfræðing í tæknirannsóknum, Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, Guðmund Þ.Tómasson, rannsóknarlögreglumann og Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóra LRH.

Hér má sjá hóp starfsmanna skoða sýninguna um 70 ára sögu Tæknideildar lögreglu. Sýningin skartar ýmsum munum úr sögu deildarinnar

Hér má sjá hóp starfsmanna skoða sýninguna um 70 ára sögu Tæknideildar lögreglu. Sýningin skartar ýmsum munum úr sögu deildarinnar

Deildin sinnir vettvangsrannsóknum í alvarlegri málum og á rannsóknastofum deildarinnar er unnið að samanburðarrannsóknum ýmiskonar s.s. fingraför, skóför og verkfæraför samhliða örðum rannsóknum. rannsókna. Deildin veitir öllum lögregluliðum landsins aðstoð þegar þess er óskað.

Lúðvík Eiðsson, lögreglufulltrúi í Tæknideild, sést hér fyrir miðju þar sem hann ræðir við samstarfsmenn um sýninguna og störf deildarinnar.

Lúðvík Eiðsson, lögreglufulltrúi í Tæknideild, sést hér fyrir miðju þar sem hann ræðir við samstarfsmenn um sýninguna og störf deildarinnar.

Sævar Þ. Jóhannesson fyrrverandi starfsmaður tæknideildar hefur ásamt starfsmönnum sett upp sýningu á ýmsum munum og myndum úr sögu hennar.  Hér sést Sævar ásamt Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra, og Jóni H.B.Snorrasyni, aðst. lögreglustjóra.

Sævar Þ. Jóhannesson fyrrverandi starfsmaður tæknideildar hefur ásamt starfsmönnum sett upp sýningu á ýmsum munum og myndum úr sögu hennar.
Hér sést Sævar ásamt Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra, og Jóni H.B.Snorrasyni, aðst. lögreglustjóra.

Axel Helgason rannsóknarlögreglumaður var fyrsti starfsmaður tæknideildarinnar og framan af einnig eini starfsmaðurinn. Hann var styrktur til náms í Bandaríkjunum til að mennta sig í “teknískum lögreglumálum” og hóf störf að námi loknu í tæknideild og fékk aðstöðu á Fríkirkjuvegi 11. Á þeim tíma var Rannsóknarlögreglan og Sakadómur Reykjavíkur þar til húsa. Á fyrstu árum tæknideildar fólst vinnan að mestu í myndatökum og teikningum af vettvöngum, ljósmyndun af sakamönnum og söfnun fingrafara. Smám saman var búinn til n.k. fingrafarabanki í spjaldskrám og árið 1953 var talið að bankinn geymdi fingraför 700-1000 Íslendinga. Árið 1946 var brotið blað í sögu tæknirannsókna á Íslandi þegar maður var í fyrsta skipti dæmdur á grundvelli fingrafara sem fundust á vettvangi sakamáls – þrátt fyrir að maðurinn neitaði staðfastlega að hafa verið þar að verki.

Ýmsa merka muni er að finna á sýningunni, meðal annars eina þekktustu styttu sakamálarannsókna á Íslandi.

Ýmsa merka muni er að finna á sýningunni, meðal annars eina þekktustu styttu sakamálarannsókna á Íslandi.

Helstu vettvangsrannóknir tæknideildar snúa að kynferðisbrotum, alvarlegum líkamsárásum og umferðarslysum, brunarannsóknum og rannsóknir voveiflegra andláta.

Helstu vettvangsrannóknir tæknideildar snúa að kynferðisbrotum, alvarlegum líkamsárásum og umferðarslysum, brunarannsóknum og rannsóknir voveiflegra andláta.

Verkefni tæknideildar á rannsóknarstofu eru t.d. framhaldsrannsóknir tengdar brunum, rannsóknir á munum og sýnum, lífsýnaleit á fatnaði og öðrum haldlögðum munum, fingrafaraleit á haldlögðum munum og samkenning fingrafara, ljósmyndun og rannsókn haldlagðra muna, skráning og greining haldlagðra fíkniefna og umsjón með fingrafarasafni og DNA-lífsýnasafni.

Verkefni tæknideildar á rannsóknarstofu eru t.d. framhaldsrannsóknir tengdar brunum, rannsóknir á munum og sýnum, lífsýnaleit á fatnaði og öðrum haldlögðum munum, fingrafaraleit á haldlögðum munum og samkenning fingrafara, ljósmyndun og rannsókn haldlagðra muna, skráning og greining haldlagðra fíkniefna og umsjón með fingrafarasafni og DNA-lífsýnasafni.

Axel veitti deildinni forstöðu fram til ársins 1956 þegar samstarfsmaður hans Ragnar Vignir tók við deildinni. Ragnar innleiddi ýmsar nýjungar í starfsemi deildarinnar sem óx og dafnaði undir hans stjórn. Hann stýrði deildinni fram til ársins 1997 þegar embætti Ríkislögreglustjóra var stofnað en þá var starfsemi deildarinnar skipt upp annars vegar í Tæknistofu sem starfaði undir hatti RLS og hins vegar Tæknideildar LRH. Tæknistofa sá þá um úrvinnslu rannsóknargagna sem aflað var á vettvangi s.s. fingrafararannsóknir, skjalarannsóknir, rannsóknir á sporum, fatnaði o.þ.h en Tæknideild LRH annaðist sérhæfðar vettvangsrannsóknir fyrir öll embætti landsins. Með lögum frá 2004 var forræði samanburðarrannsókna tæknimála fært frá RLS til LRH og jafnframt varðveisla fingrafarasafns og ljósmyndasafns lögreglu.
Í gegnum tíðina hefur tæknideildin verið til húsa á sex stöðum innan höfuðborgarsvæðisins. Aðstaða og aðbúnaður deildarinnar verið með ýmsu móti í gegnum tíðina en yfirleitt hefur mikill metnaður verið lagður starfsemi deildarinnar og gæði rannsókna sé sambærileg því sem gerist hjá tæknideildum lögreglu á norðurlöndum. Verkefnum deildarinnar hefur fjölgað í gegnum árin og tækninni fleygt fram. Það þótti t.d. mikill fengur í því þegar deildin fékk fullkomna samanburðarsmásjá í upphafi 9. áratugarins sem gat stækkað 80-falt og var m.a. notuð við samanburð á byssukúlum. Um þessar mundir er verið að vinna að söfnun sýna í erfðaefnaskrá sem síðar mun tengjast evrópskum sýnabanka.
Í aprílmánuði árið 2014 flutti deildin í núverandi húsnæði að Vínlandsleið í Grafarholti. Aðstaðan þar er til mikillar fyrirmyndar hvort sem litið er tíl vinnuaðstöðu starfsmanna eða rannsóknarrýma.

Tæknideildin var flutt í nýtt húsnæði árið 2014. Við val á húsnæði voru þarfir deildarinnar sérstaklega teknar til greina hvað varðar öryggi og starfsaðstöðu enda deildin að höndla með viðkvæma muni og tækjabúnað.

Tæknideildin var flutt í nýtt húsnæði árið 2014. Við val á húsnæði voru þarfir deildarinnar sérstaklega teknar til greina hvað varðar öryggi og starfsaðstöðu enda deildin að höndla með viðkvæma muni og tækjabúnað.

Líftæknisvið tæknideildar rannsakar gögn sem mögulega innihalda lífsýni. Þar eru gerð for- og staðfestingarprófun fyrir blóði og sæði, smásjárskoðun á staðfestum sæðisblettum, hárum og þráðum. Deildin undibýr þá sýni fyrir DNA-rannsóknir og hefur samskipti við erlendar rannsóknarstofur vegna DNA rannsókna.

Líftæknisvið tæknideildar rannsakar gögn sem mögulega innihalda lífsýni. Þar eru gerð for- og staðfestingarprófun fyrir blóði og sæði, smásjárskoðun á staðfestum sæðisblettum, hárum og þráðum. Deildin undibýr þá sýni fyrir DNA-rannsóknir og hefur samskipti við erlendar rannsóknarstofur vegna DNA rannsókna.