25 Apríl 2020 17:56

Eftir rúma viku, eða 4. maí nk., hækka fjöldamörk samkomubanns úr 20 í 50 manns. Þá verður unnt að opna framhalds- og háskóla og ýmsir þjónustuveitendur geta á ný tekið á móti viðskiptavinum. Frá sama tíma falla alveg niður takmarkanir á fjölda nemenda í leik- og grunnskólum og einnig fjöldatakmarkanir við íþróttaiðkun og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólaaldri. Um þetta er fjallað nánar á heimasíða heilbrigðisráðuneytisins og hvetjum við fólk til að kynna sér þessar upplýsingar.

Lögreglan vekur enn fremur athygli á auglýsingu um þetta á vef stjórnartíðinda þar sem breytingarnar eru kynntar, en auglýsingin ætti að svara flestum þeim spurningum sem þið kunnið að hafa um takmörkun á samkomum vegna COVID-19.

Auglýsingin á vef stjórnartíðinda