16 Desember 2005 12:00

Lögreglan í Hafnarfirði gerði seinnipartinn í gær leit að fíkniefnum í húsi í Hafnarfirði, að fengnum dómsúrskurði þar um. Í húsinu fannst talsvert magn af ætluðum fíkniefnum; ríflega 100 gr af amfetamíni, yfir 100 gr af hassi og rúmlega 200 LSD skammtar. Þá fundust þar og skotvopn, sprengiefni, hnífar og talsvert magn af rafmagnsvörum hverskonar, sjónvarps- og myndbandstæki, dvd spilarar, fartölvur, myndavélar og fleiri munir sem taldir eru vera þýfi. Þrír menn voru í húsinu þegar lögregla fór þar inn og voru allir handteknir. Einn þeirra er enn í haldi lögreglu en hinum tveimur var sleppt að yfirheyrslum loknum. Mál þetta er í rannsókn.
 
Þá fór lögregla, u.þ.b. tveimur klukkustundum síðar, í aðra húsleit í Reykjavík af sama tilefni, einnig að fengnum dómsúrskurði. Þar fundust ríflega 40 gr af hassi. Einn íbúi hússins var handtekinn í þágu rannsóknar þess máls og yfirheyrður í nótt. Honum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu og telst málið upplýst.
 
Við þessar aðgerðir naut lögreglan í Hafnarfirði aðstoðar frá sérsveit ríkislögreglustjórans, lögreglunnar í Kópavogi, lögreglunnar í Reykjavík og tollgæslunnar í Reykjavík.

Lögreglan í Hafnarfirði gerði seinnipartinn í gær leit að fíkniefnum í húsi í Hafnarfirði, að fengnum dómsúrskurði þar um. Í húsinu fannst talsvert magn af ætluðum fíkniefnum; ríflega 100 gr af amfetamíni, yfir 100 gr af hassi og rúmlega 200 LSD skammtar. Þá fundust þar og skotvopn, sprengiefni, hnífar og talsvert magn af rafmagnsvörum hverskonar, sjónvarps- og myndbandstæki, dvd spilarar, fartölvur, myndavélar og fleiri munir sem taldir eru vera þýfi. Þrír menn voru í húsinu þegar lögregla fór þar inn og voru allir handteknir. Einn þeirra er enn í haldi lögreglu en hinum tveimur var sleppt að yfirheyrslum loknum. Mál þetta er í rannsókn.

Þá fór lögregla, u.þ.b. tveimur klukkustundum síðar, í aðra húsleit í Reykjavík af sama tilefni, einnig að fengnum dómsúrskurði. Þar fundust ríflega 40 gr af hassi. Einn íbúi hússins var handtekinn í þágu rannsóknar þess máls og yfirheyrður í nótt. Honum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu og telst málið upplýst.

Við þessar aðgerðir naut lögreglan í Hafnarfirði aðstoðar frá sérsveit ríkislögreglustjórans, lögreglunnar í Kópavogi, lögreglunnar í Reykjavík og tollgæslunnar í Reykjavík.