1 Júní 2010 12:00

Um helgina voru fjórir ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Þeir voru allir stöðvaðir í Reykjavík, þrír á laugardag og einn á sunnudag. Þetta voru tveir karlar um tvítugt og tvær konur, önnur á þrítugsaldri en hin á fertugsaldri. Yngri konan var svo aftur handtekin í borginni síðdegis í gær en þá var hún komin á nýjan leik við stýrið og sem fyrr í annarlegu ástandi.