23 Nóvember 2006 12:00

Karlmaður á fertugsaldri var tekinn þrisvar fyrir þjófnað í verslunum í borginni í gær. Hann fór fyrst ránshendi í  verslunarmiðstöð og stal varningi frá tveimur fyrirtækjum en náðist og var fluttur á lögreglustöð. Manninum var síðan sleppt en hann var aftur handtekinn nokkrum klukkutímum síðar í verslun í austurbænum. Þar hafði hann á nýjan leik gerst sekur um þjófnað. Eftir þá ránsferð var maðurinn vistaður í fangageymslu lögreglunnar í Reykjavík.

En það voru því miður fleiri óprúttnir aðilar á ferðinni í gær. Tölvu, símum og fatnaði var stolið úr þremur skólum borgarinnar og við leikskóla voru taska og sími tekin úr bíl á meðan ökumaðurinn sótti barn sitt. Í úthverfi var tilkynnt um þjófnað í tveimur matvöruverslunum og í austurbænum reyndi karlmaður á þrítugsaldri að komast undan með vörur sem hann hafði stolið. Sá var gripinn á hlaupum.