12 September 2011 12:00

Karl á fertugsaldri var tekinn í tvígang fyrir fíkniefnaakstur á tæpum sólarhring í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst var hann stöðvaður í austurborginni á föstudag og svo aftur í Kópavogi daginn eftir. Þá hafði maðurinn komist yfir annað ökutæki en var sem fyrr í annarlegu ástandi. Viðkomandi, sem hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu, hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.