6 Mars 2012 12:00

Karl um þrítugt var tekinn í tvígang fyrir fíkniefnaakstur á innan við sólarhring í Reykjavík um helgina. Ellefu aðrir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu á sama tímabili en þetta voru tíu karlar á aldrinum 17-50 ára og ein kona, 28 ára. Tveir þessara ökumanna voru á stolnum bíl, tveir höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og einn hefur aldrei öðlast ökuréttindi.