26 Nóvember 2013 12:00

Piltur um tvítugt var tekinn í tvígang fyrir fíkniefnaakstur í Reykjavík um síðustu helgi. Fyrst var hann stöðvaður í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt laugardags og svo aftur í austurborginni rúmlega hálfum sólarhring síðar. Hann var afar ósáttur þegar lögreglan stöðvaði hann í seinna skiptið og líkti afskiptum laganna varða við einelti.