14 Apríl 2014 12:00

Karl á þrítugsaldri var tekinn í tvígang fyrir fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Fyrst var hann stöðvaður í Árbæ snemma á laugardagsmorgun og svo aftur í Bústaðahverfinu á laugardagskvöld. Maðurinn, sem hefur aldrei öðlast ökuréttindi, hefur alloft áður komið við sögu hjá lögreglu. Tuttugu aðrir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í umdæminu um helgina.