8 Mars 2011 12:00

Karl á þrítugsaldri var tekinn í tvígang fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur um helgina. Fyrst var hann stöðvaður í miðborginni um miðnætti á föstudagskvöld og reyndist þá vera í annarlegu ástandi við stýrið. Rúmum sólarhring síðar, eða aðfaranótt sunnudags, var maðurinn aftur kominn á stjá og enn var ökuferð hans stöðvuð í miðborginni en sem fyrr var viðkomandi ekki í standi til að aka bíl. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.