16 Mars 2007 12:00

Karlmaður um tvítugt var handtekinn í austurborginni síðdegis í gær. Í fórum hans fannst nokkurt magn af ætluðu maríjúana. Sami maður var handtekinn á öðrum stað í Reykjavík á miðvikudag en þá fundust líka hjá honum fíkniefni.

Tveir aðrir karlmenn voru færðir á lögreglustöð síðdegis  í gær en báðir eru grunaðir um fíkniefnamisferli. Um kvöldmatarleytið var karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn í miðborginni en á honum fundust ætluð fíkniefni.