23 Janúar 2017 15:03

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill koma á framfæri þökkum til þeirra fjölmörgu aðila sem aðstoðuðu við leitina að Birnu Brjánsdóttur. Fagmennska og framlag þeirra allra er ómetanlegt, ekki síst björgunarsveitanna sem aldrei bregðast kallinu. Sama gildir um Landhelgisgæsluna, tollyfirvöld og samstarfsfólk okkar hjá öðrum lögregluembættum. Þar má nefna embætti ríkislögreglustjóra og lögregluliðin á Suðurnesjum og Suðurlandi.

Lögreglan vill líka þakka fjölmiðlum, sem gegndu mikilvægu hlutverki við að koma upplýsingum á framfæri.

Að síðustu vill lögreglan þakka sérstaklega almenningi, sem hefur sent okkar ótal ábendingar varðandi málið, og ennfremur forsvarsmönnum ýmissa einkafyrirtækja sem hafa veitt mikilvæga aðstoð.

Þess má geta að ný aðgerðarstjórnstöð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem staðsett er í Skógarhlíð, var notuð við leitina og sannaði hún enn mikilvægi sitt.

Fjölskyldu og vinum Birnu vottum við innlega samúð á erfiðri stundu.