21 Ágúst 2011 12:00

Gestir á Menningarnótt voru í misjöfnu ástandi. Einn þeirra, karl á fertugsaldri, sofnaði ölvunarsvefni á Fríkirkjuvegi og var fluttur á lögreglustöð. Fljótlega eftir að þangað var komið vaknaði maðurinn sæmilega hress miðað við aðstæður og var honum gerð grein fyrir afskiptum lögreglu. Maðurinn lét sér það í léttu rúmi liggja, glotti bara og sagði „þarna þekki ég karlinn.” Hann hélt svo sína leið og hefur vonandi farið beint heim að sofa.