2 Janúar 2017 14:48
Íslensk stjórnvöld og Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ODIHR) hafa gert með sér samkomulag um þjálfun lögreglumanna og ákærenda hér á landi vegna hatursglæpa. Ásamt innanríkisráðherra, skrifa ríkissaksóknari og ríkislögreglustjóri undir samkomulagið.
Í því felst að ODIHR tekur að sér að halda hér á landi sérsniðin námskeið fyrir leiðbeinendur úr hópi íslenska lögreglumanna og ákærenda. Þeim sem fá þessa þjálfun er síðan ætlað að fræða aðra sem sinna löggæslu og fara með ákæruvald. Jafnframt er stefnt að því fræðslan verði fastur liður í menntun og símenntun lögreglumanna og ákærenda. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú þegar að þróunarverkefni um hatursglæpi.
https://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/samkomulag-vid-odihr-um-thjalfun-logreglu-og-saksoknara-vegna-hatursglaepa