17 September 2008 12:00
Þýskur karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Maðurinn, sem er fæddur árið 1943, var handtekinn á Seyðisfirði í byrjun mánaðarins en í bíl hans fannst verulegt magn fíkniefna eða u.þ.b. 20 kg af hassi og 1,7 kg af amfetamíni. Ekki er ljóst hvort úrskurðurinn, sem var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, verður kærður til Hæstaréttar.