21 September 2011 12:00

Unglingspiltur stal tölvu úr verslun í miðborginni síðdegis í gær. Sprettharður starfsmaður búðarinnar hljóp á eftir honum og náði að endurheimta tölvuna, sem reyndist óskemmd. Þess má geta að hinn fótfrái starfsmaður er kominn á miðjan aldur en er greinilega í góðu formi. Um svipað leyti var hjólsög stolið utan við hús í Kópavogi en hún fannst síðan eftir nokkra leit. Þjófarnir höfðu þá borið vélsögina yfir í Breiðholt en skildu hana eftir þegar þeir sáu lögregluna nálgast. Tækinu var skilað aftur í réttar hendur. Um kvöldmatarleytið var karl um fimmtugt handtekinn í miðborginni en sá var að reyna að komast inn í bíla. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangageymslu. Og í gærkvöld var brotist inn í bíl í Heiðmörk og úr honum stolið bæði fartölvu og myndavél.