16 Apríl 2010 12:00

Karl og kona á miðjum aldri voru handtekin í húsi í Árbæ í gærmorgun. Tilkynnt var um innbrot í íbúð í húsinu en þegar lögreglan kom á vettvang mætti hún fólkinu. Það reyndist hafa lyklavöld en fólkið sagði lögreglu að bæði hefði verið brotist inn í íbúðina og eins hvernig þjófurinn eða þjófarnir báru sig að. Þrátt fyrir hjálpsemi fólksins þótt frásögn þess ekki trúðverðug enda kom á daginn að það hafði óhreint mjöl í pokahorninu. Við frekari rannsókn kom í ljós að peninga var saknað úr íbúðinni en þeir fundust svo í fórum fólksins sem við svo búið var handtekið og flutt á lögreglustöð.