16 Janúar 2007 12:00

Þjófar og skemmdarvargar voru á ferðinni á nokkrum stöðum í Reykjavík í gær. Áfengi var stolið úr samkomuhúsi í miðborginni og þar skammt frá hvarf hjól úr bílageymslu. Þjófar voru líka á kreiki í austurborginni en greiðslukortum og símum var stolið úr einu fyrirtæki og í öðru fyrirtæki hirtu óprúttnir aðilar tómar gosdrykkjaumbúðir. Í austurborginni voru líka unnar skemmdir á leiksvæði barna en þar voru veggjakrotarar að verki. Skilti var skemmt í Grafarholti og í Breiðholti var brotin rúða í bíl. Þá voru unnar skemmdir á hurð fyrirtækis í Grafarvogi.

Þrír bensínþjófnaðir voru tilkynntir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Einn þjófanna tók bensín í Grafarvogi en hinir á sömu bensínstöðinni í austurborginni.