7 Mars 2013 12:00
Brotist var inn í frystigám í Sundagörðum í síðustu viku og úr honum stolið verulegu magni af rækjum og svínasíðum. Ljóst er að þjófarnir lögðu mikið á sig til að komast inn í gáminn, sem er á lokuðu svæði fyrirtækisins Mata. Innbrotið var tilkynnt til lögreglu sl. laugardagsmorgun, en þjófarnir hafa látið greipar sópa þá um nóttina eða á föstudeginum eftir kl. 17. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is