25 Október 2006 12:00

Nokkur þjófnaðarmál kom á borð lögreglunnar í Reykjavík í gær en þrjú þeirra voru leyst samdægurs. Í því fyrsta komu þrír piltar við sögu en þeir stálu bíl í úthverfi borgarinnar. Þeir voru búnir að rúnta í dágóða stund áður en lögreglan náði til þeirra en þá reyndu piltarnir að komast undan. Lögreglan sá hins vegar við þeim og náði m.a. ökumanninum á hlaupum. Sá er 16 ára og hefur því ekki aldur til að aka bíl.

Annar piltur, örlítið eldri, var svo handtekinn undir kvöld. Sá hafði stolið tölvubúnaði í austurborginni. Í fyrstu neitaði hann sök en játaði síðan verknaðinn. Tölvubúnaðinum var komið aftur í réttar hendur. Enn einn unglingspilturinn kom svo við sögu í þjófnaðarmáli þar sem peningum var stolið úr fyrirtæki. Böndin beindust strax að honum og fljótlega komu svo peningarnir í leitirnar.

Þess má geta að fyrrnefndir þjófar áttu eitt sameiginlegt fyrir utan það að vera ungir að árum. Þeir sýndu allir nokkra iðrun og vonandi þarf lögreglan ekki að hafa frekari afskipti af þeim.