22 Október 2020 17:46

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál sem snýr að þjófnaði á talsverðu magni af verkfærum og dokaplötum af byggingarsvæðum í umdæminu undanfarnar vikur. Um er að ræða þjófnað á bæði nýjum og notuðum dokaplötum sem notaðar eru við steypuvinnu. Lögreglan biður verktaka/byggingaraðila um að yfirfara og kanna með verkstaði sína af þessu tilefni og tilkynna um þjófnað ef einhvers er saknað.

Lögreglan hefur jafnframt upplýsingar um að hluti þessara muna hafi þegar verið seldur, m.a. á netsíðum, og hvetur því þá sem kunna mögulega að hafa stolna muni undir höndum að hafa samband við lögreglu með tölvupósti á netfangið abending@lrh.is  eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.