24 Janúar 2008 12:00

Aðfaranótt miðvikudags var bifreið tekin ófrjálsri hendi við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði og var henni svo ekið á sjálfsala á bensínstöð Orkunnar við Kænuna við Óseyrarbraut. Þegar lögreglan kom á staðinn var gerandinn á bak og burt en mikið tjón varð á sjálfsalanum eins og sést á meðfylgjandi mynd. Málið er í rannsókn á svæðisstöðinni í Hafnarfirði og ef einhver býr yfir upplýsingum um málið er sá hinn sami beðinn að hafa samband í síma 444-1140.