26 Október 2011 12:00

Tvær konur hafa verið úrskurðaðar í gæsluvarðhald til 2. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um stórfelldan þjófnað úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Lagt hefur verið hald á umtalsvert magn af því sem talið er vera þýfi en lögreglan hefur framkvæmt tvær húsleitir í þágu rannsóknarinnar. 

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Hér má sjá hluta af þýfinu.