21 Ágúst 2007 12:00

Karl um fertugt var handtekinn í Kópavogi í gær en í bíl hans fundust allmargir hlutir sem maðurinn gat ekki gert grein fyrir. Talið er að um þýfi sé að ræða en maðurinn stal einnig bíl í gær og tók úr honum ýmsa muni. Þegar þjófurinn náðist var hann kominn á sinn eigin bíl en maðurinn mun líka þurfa að svara til saka fyrir að aka bæði sviptur ökuleyfi og undir áhrifum fíkniefna. Hálffertug kona var sömuleiðis handtekin á vettvangi í Kópavogi vegna aðildar sinnar að málinu en hún var jafnframt eftirlýst hjá lögreglu fyrir aðrar sakir.