28 Október 2011 12:00

Karl um þrítugt hefur verið úrskurðaður í síbrotagæslu til 24. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu en hann var síðast handtekinn í fyrrinótt. Þá ók kauði um á stolnum bíl og var auk þess í annarlegu ástandi.