11 Apríl 2012 12:00

Karl á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í síbrotagæslu til 2. maí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem hefur margítrekað komið við sögu hjá lögreglu, var síðast handtekinn fyrir páska í tengslum við rannsókn lögreglu á innbrotum og ráni.