15 Október 2015 07:00

Þjónustudeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er lokuð vegna verkfalls SFR.
Áhrif þess eru m.a. að ekki er unnt að annast innheimtu sekta, auk þess sem lokað er í munavörslu og óskilamunadeild embættisins.
Sama gildir um símsvörun í aðalnúmer Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, 444 1000, en þjónustufulltrúar í símaverinu eru sömuleiðis í verkfalli.
Ef óskað er skjótrar aðstoðar lögreglu skal hringja í 112.

Takist samningar ekki, verður þjónustudeild LRH lokuð til miðvikudagsins 21. október.