7 Mars 2018 17:32

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Fjársýsla ríkisins hafa gert með sér þjónustusamning er varðar færslu bókhalds, launaafgreiðslu og greiðslu launa og reikninga. Samningurinn einfaldar mjög verklag hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og leiðir til verulegrar hagræðingar hjá embættinu, eða sem nemur um 6 m.kr. á ársgrundvelli. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samningsins fyrr í vikunni, en á henni eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Ingþór Karl Eiríksson fjársýslustjóri.