26 September 2013 12:00

Þrettán manns voru handteknir í aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi í morgun. Lagt var hald á muni og lítilræði af fíkniefnum í hýbýlum mannanna, en þeir eru allir af erlendu bergi brotnir. Mennirnir voru færðir til yfirheyrslu hjá lögreglu, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Við aðgerðirnar í morgun naut lögreglan aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og fíkniefnaleitarhunda frá tollinum.