4 Apríl 2011 12:00

Þrettán líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina. Átta þeirra áttu sér stað í miðborginni aðfaranætur laugardags og sunnudags. Líkamsárásirnar voru flestar minniháttar og mestmegnis voru þetta pústrar. Í tveimur tilvikum var bjórflaska notuð sem barefli en slíkt getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Í einu tilfelli var glasi henti í höfuð gests á öldurhúsi en það getur sömuleiðis verið stórhættulegt. Einn gestur fór heim úr miðborginni með brotið nef að því talið er og óttast var að annar hefði kjálkabrotnað en báðir þessir árásarþolar fengu hnefahögg í andlitið.