26 Mars 2007 12:00

Þrettán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina en það verður að teljast í minna lagi. Þess skal samt getið að lögreglan hélt úti mjög öflugu eftirliti og stöðvaði nokkur hundruð ökumenn víðsvegar í umdæminu gagngert til að kanna ástand þeirra.

Átta af þessum þrettán ökumönnum voru stöðvaðir í Reykjavík, tveir í Kópavogi, tveir í Hafnarfirði og einn á Kjalarnesi. Þetta voru tólf karlmenn og ein kona. Þá var 18 ára piltur tekinn fyrir aka undir áhrifum lyfja en sá var stöðvaður í Hafnarfirði.