9 Október 2008 12:00

Þrír karlmenn, á aldrinum 17 til 28 ára hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 14. október næstkomandi að kröfu fíkniefnadeildar LRH. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald  vegna rannsóknar á fíkniefnamáli sem kom upp í lok síðustu viku er tollyfirvöld fundu ætluð fíkniefni, amfetamin og kannabisefni í sendingu er kom til landsins frá Póllandi. Við afhendingu sendingarinnar handtók lögreglan mennina. Rannsókn er á frumstigi og verða veittar frekari upplýsingar síðar