27 Október 2009 12:00
Um helgina voru þrír ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Aðfaranótt laugardags voru tveir piltar um tvítugt stöðvaðir með stuttu millibilli af þessari ástæðu. Annar var tekinn á Miklubraut en sá var með fullan bíla af farþegum og fleiri en ökutækið er skráð fyrir. Bíllinn var ennfremur ótryggður og því voru skráningarnúmerin fjarlægð. Hinn pilturinn var tekinn á Seltjarnarnesi en sá var á stolnum bíl. Þriðji ökumaðurinn, karl á þrítugsaldri, var stöðvaður í Hafnarfirði aðfaranótt sunnudags. Viðkomandi var lítt hrifinn af afskiptum lögreglu og lét mjög ófriðlega. Fór svo að hann var yfirbugaður með varnarúða.