26 Apríl 2010 12:00

Um helgina voru þrír ökumenn, allt karlar, teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Tveir voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi. Annar þeirra sem var tekinn í Reykjavík lét stöðvunarmerki lögreglu sig engu skipta en honum var veitt eftirför úr Garðabæ í Hafnarfjörð og þaðan aftur í Garðabæ og áfram í Kópavog uns lögreglumönnum tókst að þvinga bíl hans út fyrir Reykjanesbraut á móts við Mjóddina. Ökumaðurinn, sem er tæplega fertugur, hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.