20 Apríl 2011 12:00

Lögreglan stöðvaði för þriggja ökumanna á höfuðborgarsvæðinu í gær en hinir sömu voru allir undir áhrifum fíkniefna. Þetta voru allt karlar en þeir eru á aldrinum 30-50 ára. Tveir þeirra höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi en annar þeirra var á stolnum bíl.