20 Október 2009 12:00

Þrír ökumenn voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða í gærkvöld en þeir voru allir staðnir að hraðakstri á Suðurgötu í Reykjavík. Þremenningarnir óku Suðurgötu í norðurátt, á milli Skothúsvegar og Vonarstrætis, en þarna er 30 km hámarkshraði. Bílar þeirra mældust á 66-69 km hraða. Meira en hundrað ökumenn hafa verið staðnir að hraðakstri á þessum hluta Suðurgötu síðustu daga og á annan tug þeirra hafa verið sviptir ökuleyfi vegna þessa.