23 Maí 2007 12:00

Um miðjan dag í gær var tvítugur piltur tekinn fyrir ölvunarakstur í Garðabæ en sá hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Pilturinn á umtalsverða sekt yfir höfði sér því auk ölvunaraksturs var hann að aka sviptur öðru sinni en við því einu liggur 100 þúsund króna sekt. Karlmaður á fimmtugsaldri var sömuleiðis stöðvaður fyrir ölvunarakstur í Hafnarfirði í gærkvöld og í nótt tók lögreglan hálfþrítugan karlmann í austurborginni sem var einnig drukkinn undir stýri.