10 September 2009 12:00

Þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Tæplega fimmtug kona var stöðvuð fyrir þessar sakir í Breiðholti í gærmorgun en konan hafði þegar verið svipt ökuleyfi. Um miðjan dag var karl á sextugsaldri handtekinn af sömu ástæðu í Skeifunni en maðurinn hafði lent þar í árekstri. Og í nótt stöðvaði lögreglan för fertugrar konu í Hafnarfirði en hún var sömuleiðs ölvuð við aksturinn.