1 Október 2009 12:00

Þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Karl á fertugsaldri var stöðvaður fyrir þessar sakir á Kjalarnesi en viðkomandi hafði áður lent í umferðaróhappi í Mosfellsbæ og stungið af frá vettvangi. Í miðborginni handtók lögreglan karl á fimmtugsaldri en sá var líka ölvaður við stýrið. Þriðji ökumaðurinn var svo tekinn á Suðurlandsbraut en hann reyndist einnig vera drukkinn. Um var að ræða karl um þrítugt.