18 September 2009 12:00

Þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tveir voru stöðvaðir fyrir þessar sakir í Reykjavík og einn í Garðabæ. Um var að ræða þrjá karla sem allir eru á þrítugsaldri.

Síðdegis í gær var einn ökumaður tekinn fyrir ölvunarakstur í Reykjavík. Þar átti í hlut karl á sjötugsaldri en sá hafði lenti í árekstri.