4 September 2008 12:00

Þrír útlendingar hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna farbann vegna kæra um peningasvindl í verslunum og bönkum. Þeir komu til landsins sl. mánudagskvöld. Þegar upplýsingar bárust um aðferðir þeirra daginn eftir var ábendingu komið á framfæri við afgreiðslufólk. Stuttu síðar voru mennirnir staðsettir í Borgarnesi og voru handteknir í kjölfar þess. Mál þeirra eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þeir hafa nú verið úrskurðaðir í tveggja vikna farbann að hennar kröfu.