1 Mars 2011 12:00

Þrjár líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina. Karl á sextugsaldri slasaðist á höfði þegar hann var að yfirgefa skemmtistað aðfaranótt laugardags en málsatvik eru ekki að fullu ljós. Á laugardagskvöld var veist að stúlku um tvítugt á myndbandaleigu en það gerði kona á fertugsaldri. Ekki er vitað hvað henni gekk til. Þá var unglingur sleginn í andlitið á sunnudagskvöld en árásarmaðurinn er á líkum aldri.