11 Janúar 2007 12:00

Þrjú fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Síðdegis hafði lögreglan afskipti af karlmanni í úthverfi borgarinnar en sá er grunaður um fíkniefnamisferli. Eftir miðnætti voru karlmaður og kona færð á lögreglustöð eftir að ætluð fíkniefni fundust í bíl þeirra í austurborginni. Þá fór lögreglan að húsi í borginni í nótt og handtók þar tvo karlmenn og eina konu en í íbúð þeirra voru líka ætluð fíkniefni. Fólkið sem kom við sögu í þessum þremur fíkniefnamálum er allt á þrítugsaldri.