28 Febrúar 2007 12:00
Þrjú fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Um miðjan dag höfðu lögreglumenn afskipti af karlmanni í miðborginni. Sá er á fimmtugsaldri en í fórum hans fundust ætluð fíkniefni.
Síðdegis var karlmaður á þrítugsaldri handtekinn í Breiðholti. Á honum og í vistaverum hans fundust ætluð fíkniefni. Þá voru tveir karlmenn um tvítugt handteknir í Garðabæ eftir miðnætti en þeir eru báðir grunaðir um fíkniefnamisferli.