3 Október 2007 12:00

Karl á fimmtugsaldri ökklabrotnaði þegar vinnupallur hrundi á hann í Kópavogi síðdegis í gær. Maðurinn var að taka vinnupallinn niður þegar óhappið varð. Í sama bæjarfélagi slasaðist karl á þrítugsaldri en sá var á íþróttaæfingu í gærkvöld þegar honum hlekktist á. Og skömmu fyrir miðnætti varð enn eitt óhappið í Kópavogi en þá var karl á fertugsaldri fluttur á slysadeild eftir slæma byltu en ekki er vitað frekar um meiðsli hans.